HAGKVÆMNI STÆRÐARINNAR Í FLUTNINGUM - 3. HLUTI

Kostnaður við gámaflutninga

Í bókinni „Maritime Economics“ frá 2009 eftir Martin Stopford  eru kostnaðarliðir gámaflutninga greindir.

Bæði er að einstakir kostnaðarliðir hafa breyst síðan 2009 og að þau dæmi sem hann notar eiga ekki algerlega við gámasiglingar milli Íslands og Evrópu, sem valda því að það sem hér fer á eftir gefur góða vísbendingu en er ekki nákvæmt.

 Þetta graf sýnir þróunina í skipaolíuverði frá 2007 til 2012. Við erum núna með svipuð verð og á fyrrihluta árs 2010 en það ár græddu útgerðir meira en oft áður og síðan. Heimild Gulf News desember 2012

Hvað hefur breyst?

Smíðakostnaður skipa hefur lækkað á þessu tímabili, að hluta vegna lægra verðs á stáli og og hluta vegna aukinna samkeppni skipasmíðastöðva og raðsmíða.

Þá eru skipin sem hleypt er af stokkunum 2014 mun hagkvæmari í rekstri en skip sem voru ný fyrir 5 árum síðan. Er það annars vegar vegna þess að þau sigla hægar og eyða því minni olíu, og að skrokklögun og skrúfa eru miðað við minni hraða og minni olíunotkun. Þá er almennt orkunýting betri en áður. Nýjustu skipin fá betri leigutekjur en sama stærð skipa byggð fyrir 5-10 árum.

Kostnaðarþættir samkvæmt Stopford

Kostnaðarþættir samkvæmt Stopford fyrir 1200 TEU skip (Goðafoss er 1,457 TEU og Arnarfell er 909 TEU, þannig að viðmiðunin er mitt á milli) eru:

I.               Skipakostnaður að inniföldum ferðakostnaði   54%

1.              Rekstarkostnaður

2.              Fjármagnskostnaður

3.              Eldsneytiskostnaður

4.              Hafnarkostnaður

II.             Gámakostnaður                                                         3%

1.              Kaup eða leiga gáma

2.              Viðgerðir

 

III.           Stjórnunar og skrifstofukostnaður                      7%

IV.           Lestun losun og flutningar  á landi ofl              35%

1.              Greitt til hafnarþjónustu

2.              Kostnaður við frystigáma

3.              Flutningur á landi og milli svæða

4.              Tjón

 

Í greinum mínum um gámaflutninga milli Íslands og Evrópu hef ég aðeins fjallað um lið I. 1. -3. rekstur, fjármagn og eldsneyti.

Til einföldunar hef ég notast við kostnað við leiguskip. Í leigunni er innifalinn allur kostnaður undir I.1. og I.2.  Auðvelt er að nálgast upplýsingar um leiguverð skipa á vefnum en hafa ber í huga að bera saman getu skipa í

·       Fjölda TEU

·       Deadweight

·       Hamarkshraði

·       Olíueyðsla við gefinn hraða

·       Kranar og lyftigeta

·       Aldur skips

Þá eru önnur atriði geta skipt máli en ekki talin hér eins og ísklassi og annar búnaður eins og bógskrúfa og heimsvæði. Vera getur að hærri leigu þurfi að greiða hérna norður frá.

Nýlega hafa 2 skip svipað Arnarfelli en 3 árum eldri verið leigð á $ 6.500 og $7.000 á dag. Þá hafa 3 skip svipuð Dettifossi með aðeins meiri burðargetu en aðeins færri gáma verið leigð. 2 þeira ganga mílu minna og eru með 78% af eyðslu Dettifoss og eru 15 árum nýrri. Þriðja skipið er 7% sparneytnara á sömu ferð og er 13 árum yngra en Dettifoss. Þessi 3 skip voru leigð á $ 7.250, $7.500 og $7.800, það hraðskreyðasta.

Aðalatriðið í samanburði er að bæði „fyrir“ og „eftir“ byggi á sömu forsendum.

Leiguverð skipa hefur lengi verið lágt en sveiflast í takt við eftirspurn. Í skipaheiminum getur verið mikill munur á eftirspurn, en „góðu“ árunum fer fækkandi.       

Frisia Hannover á siglingu.  Mynd úr bæklingi Hartmann Reederei

Frisia Hannover á siglingu.  Mynd úr bæklingi Hartmann Reederei

Dæmi:

Frisia Hannover 2,478 TEU sem var byggð samkvæmt Aker 2500 seríunni á árinu 2006 Í Wismar í Þýskalandi (sem var í Austu-Þýskalandi þegar Mælifellið sótti þangað áburð á árunum 1982-3) og er með 3 krana og bógskrúfu var í apríl 2008 leigð fyrir $ 26,150 á dag í 36 mánaða leigu. Sama skip var í september 2014 leigt í 3-5 mánuði fyrir  $6.600 á dag. Smíðaverð slíks skip er rúmar $ 30 milljónir

Spara olíu og peninga

Normal
0




false
false
false

EN-GB
JA
X-NONE

 
 
 
 
 
 
 
 
 


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


 <w:LatentStyles DefLockedState="false" DefUnhideWhenUsed="true"
DefSemiHidden="true" DefQFormat="false" DefPriority="99"
LatentStyleCount="276">
<…

Gröfin sýna minnkun olíunotkunar við lækkandi hraða. Gröfin byggja á svokallaðri Cube reglu sem er ekki hárnákvæm en sýnir vel möguleikana.

Eins og áður segir þýðir minni hraði mun minni olíunotkun. Áður voru stærstu skip byggð fyrir 24-5 mílna hraða og oft keyrð á 23-34 mílna hraða. Nýjustu skipin, 18,000 TEU eru byggð fyrir 23 mílna hraða og sigla oftast vel undir 20 mílum. Þetta þýðir um 50% minni olíunotkun per mílu en á fullum hraða en ferðin tekur lengri tíma. Gnótt skipa og tilþess að gera lægra verð skipa veldur því að þrátt fyrir lækkandi olíuverð munu menn halda áfram að sigla á minni hraða og byggja skip sem eru jafnvel enn sparneytnari en hafa nýlega verið hleypt af stokkunum.

Þegar ég skoða þau gámaskip sem eru í siglingum milli Ísland of Evrópu skrái ég hafnartíma og deili vegalengdinni með muninum milli 336 klst (2 vikur) og hafnartíma og finn út reiknaðan meðalhraða og reikna olíunotkun út frá því.

Ljóst er að veður og aðrar aðstæður valda eitthvað meiri olíunotkun en þeirri sem reikni-formúlan gefur, en þegar borinn er saman, segjum 14 mílna hraði og 17.5 mílna hraði þá er sama forsenda báðum megin.

 

> LESA 4. HLUTA - "UM OLÍUÁLAG EIMSKIPS OG SAMSKIPA NÓVEMBER 2014